Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Það voruð þið sem gerðuð það. Kjósendurnir sýndu okkur traust. Við munum breyta Noregi... og heiminum,“ sagði Jonas Gahr Støre, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, í sigurræðu sinni eftir hreinan stórsigur flokksins í norsku stórþingskosningunum um helgina.

Hægriflokkur Ernu Solberg sá vart til sólar í þessum kosningum miðað við fyrri árangur og lauk keppni með 20,37 prósentum atkvæða á móti 26,26 prósentum Støre og Verkamannaflokksins eftir átta ár Solberg og Hægriflokks hennar við kjötkatlana. Nokkuð sem telja má óvenjulegt í Noregi þar sem vindarnir hafa löngum blásið til vinstri.

Hvað táknar þá ný vinstristjórn fyrir norskan almenning, nokkuð sem síðast sást þegar Jens Stoltenberg stjórnaði landinu?

Fólk fastráðið

Eitt af því sem Støre og Verkamannaflokkurinn leggja...