Vor og haust Margæsir á flugi á Seltjarnarnesi í gær, en þær staldra oft við á golfvelli Seltirninga á Suðurnesi. Héðan halda þær til Írlands.
Vor og haust Margæsir á flugi á Seltjarnarnesi í gær, en þær staldra oft við á golfvelli Seltirninga á Suðurnesi. Héðan halda þær til Írlands. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Hópar margæsa hafa víða sést á vestanverðu landinu að undanförnu, en gæsirnar eru nýkomnar af varpstöðvunum á heimskautssvæðum í Norðaustur-Kanada, á leið til vetrarstöðva í Írlandi. Margæsir dvelja um tíma á landinu vor og haust, hvílast hér og nærast.

Þær fyrstu koma hingað í lok marsmánaðar á vorin og fjölgar jafnt og þétt þar til stofninn er hingað kominn um miðjan maí. Þær eru mjög samstiga er þær halda áleiðis til Kanada 27. maí, plús/mínus einn dagur, og segir Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun, að nánast megi stilla klukkuna eftir því hvenær þær fara héðan á vorin. Síðsumars koma þær fyrstu um 20. ágúst og þær síðustu fara um 20. október.

Erfitt flug yfir Grænlandsjökul

Þegar varp gengur vel eru fjölskyldur áberandi í hópunum sem hingað koma á haustin, en ungar fylgja foreldrum sínum í tæpt ár. Það er ekki fyrr en...