Það er óumdeilt að Ísland er háskattaríki hvernig sem á það er litið og frekar tilefni til þess að lækka álögur en að hækka þær. Skattkerfið á Íslandi er þegar tekjujafnandi og ójöfnuður mælist einna minnstur hér á landi. Það heyrist þó kunnuglegt stef úr herbúðum vinstri manna í aðdraganda kosninga, að lausnin við flestum vandamálum sé aukin skattheimta. Sagan kennir okkur þó að háir skattar beinast ekki bara að stórfyrirtækjum og efnameiri einstaklingum, jafnvel þó þeir hafi verið kynntir til leiks þannig, heldur bitna þeir í flestum tilvikum á millistéttarfólki. Við þurfum ekki að fara lengra aftur en til þeirrar ríkisstjórnar sem sat á árunum 2009-2013 til að sjá dæmi um það þegar tekjuskattur hækkaði á millitekjuhópa.

Í dægurþrasi stjórnmálanna er mjög auðvelt að tala um hærri skatta á hina ríku og stórfyrirtæki og eðli málsins samkvæmt tengja fæstir við það og sjá þar af leiðandi ekki fyrir sér að greiða hærri skatta. Við...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir