Brún gígsins í Geldingatölum nær nú upp í 334 metra hæð yfir sjó. Ekki vantar nema 20 metra upp á að gígurinn sé jafn hár og Stóri-Hrútur, að sögn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Rúmmál nýja hraunsins var orðið 142,7 milljónir rúmmetra þann 9. september. Það hafði aukist um 23,8 milljónir rúmmetra frá 10. ágúst. Flatarmál hraunsins hafði einnig aukist lítillega og var orðið 4,63 ferkílómetrar 9. september en var 4,37 ferkílómetrar 10. ágúst. Hraunið hefur ekki breitt mikið úr sér heldur hlaðið upp lítilli en tiltölulega brattri dyngju.

Þoka og lítil skýjahæð hafði lengi hindrað töku loftmynda yfir gosstöðvunum þar til tókst að taka nýjar myndir þann 9. september. Landlíkön sem gerð voru eftir mælingunum voru borin saman við eldri gögn.

Meðaltal hraunrennslis síðustu 32 daga reyndist vera 8,5 rúmmetrar á sekúndu. Jarðvísindastofnun segir að nokkuð kröftugt gos hafi verið um það bil helming...