Aðalgeir Kristjánsson fæddist 30. maí 1924. Hann lést 18. júlí 2021.

Útför Aðalgeirs fór fram 30. júlí 2021.

Haustferð með Gullfossi 1970. Ágætir safnamenn voru í ferðinni með skipinu. Ollu tímamótum í lífi mínu. Með skilaboðum frá Lárusi Sigurbjörnssyni, sem var um borð, til stjórnenda Borgarminjasafns Hamborgar var mér hleypt ókeypis inn í safnið er Gullfoss kom þangað frá Dublin þar sem Lárus sótti leikhús. Í reyksalnum til Írlands, meðan við Lárus vögguðumst í föstum stólunum í sjógangi, bar ég upp efni um Sigurð málara og Guðmund Kamban. Á 2. farrými lenti ég í klefa þar sem Aðalgeir Kristjánsson var með koju af ódýrari tagi eins og ég sjálfur. Þetta nágrenni reyndist happadrjúgt fyrir mig unglinginn. Á Hafnarslóð lóðsaði Aðalgeir mig á söfnin og á Ríkisskjalasafnið er hann átti erindi meðan Gullfoss lá í Köben. Ferð þessi var upphaf örlagaríkra kynna. Heim kominn til...