Ísafold Samið við Sjúkratryggingar.
Ísafold Samið við Sjúkratryggingar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Sjómannadagsráð hefur dregið til baka uppsögn sína á rekstri hjúkrunarheimilisins Ísafoldar, en ráðið hafði áður sagt upp samstarfssamningi við Garðabæ um reksturinn. Í byrjun september var síðan greint frá því að stefnt væri að því að Vigdísarholt ehf. tæki reksturinn yfir um áramót. Að sögn Maríu Harðardóttur forstjóra Hrafnistu hefur verið gengið frá samningum við Sjúkratryggingar Íslands um reksturinn.

Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær og lagt fram bréf frá Sjúkratryggingum Íslands. Í því segir m.a.: „SÍ telja uppsögn á svo viðkvæmum og viðamiklum samningum, hvort sem litið er til heimilismanna eða starfsmanna, alvarlegt mál sem ekki megi fara léttvægt með. Hins vegar, í ljósi aðstæðna allra og á grundvelli þess að sjómannadagsráð og forstjóri Ísafoldar (Hrafnistu) telja rekstrarhæfi nú tryggt, fallast SÍ á að uppsögn verði dregin til baka.“

Sjúkratryggingar vitna til bréfs frá Hrafnistu...