Páll Ragnar Sveinsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1952. Hann lést á heimili sínu, Sóltúni 2, 21. ágúst 2021. Páll var sonur hjónanna Sveins Magnússonar, f. 1919, d. 1989, og Guðrúnar Sigurjónsdóttur, f. 1926, d. 2005. Systur Páls voru Magnína, f. 1946, Guðrún Ragna, f. 1947, d. 2009, Sigrún, f. 1957, og Þuríður, f. 1963.

Börn Páls eru Bjarghildur, f. 1973, hún á þrjú börn og tvö barnabörn; Jóna Magnea, f. 1975, hún á fjögur börn og þrjú barnabörn; og Jakob, f. 1981, hann á fjögur börn.

Páll starfaði alla sína tíð við bifreiðaakstur og –viðgerðir, lengst af hjá GG og Klæðningu, og rak sjálfur um nokkurra ára skeið flutningafyrirtæki en seinustu árin starfaði hann hjá ræktunarsambandi Flóa og Skeiða eða þar til hann lét af störfum 2016 vegna veikinda.

Útför Páls fer fram frá Digraneskirkju í dag, 15. september 2021, og hefst athöfnin klukkan 13.

...