„Flugsamgöngur skipta landsbyggðina miklu og ég styð þau sem stuðla að því að áfram verði flugvöllur í Reykjavík,“ segir Vigdís Borgarsdóttir, umboðsmaður flugfélagsins Ernis á Höfn. „Réttindamál eru mikið rædd fyrir kosningar og ómögulegt annað en að styðja slíka baráttu. Þá þurfum við að vinna gegn hlýnun andrúmsloftsins. Vatnajökull gefur stöðugt eftir, eins og við Hornfirðingar sjáum vel.“