Handsalað Dagur B. Eggertsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í sumar.
Handsalað Dagur B. Eggertsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í sumar. — Morgunblaðið/Eggert

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Vinna við frekari undirbúning Sundabrautar hefur verið í fullum gangi hjá Vegagerðinni. Félagshagfræðileg greining framkvæmdarinnar er langt komin og liggja fyrir drög að niðurstöðum.

Verulegur samfélagslegur ávinningur er af framkvæmdinni og hún metin sem hagkvæm þegar horft er til félagshagfræðilegra þátta, upplýsir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, á frétt á heimasíðu stofnunarinnar.

Ferðatíminn styttist

„Meginávinningurinn er sparnaður í ferðatíma vegfarenda svo og minni akstursvegalengdir en umferðarlíkön gera ráð fyrir að við opnun brautarinnar geti heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu minnkað um tæplega 60 milljónir kílómetra árlega eða um 160 þús. km á sólarhring. Tímasparnaður og styttri vegalengdir leiða jafnframt af sér minni útblástur kolefnis, færri slys,...