Eftir Eyþór Arnalds: „Gallarnir við að kaupa af sjálfum sér eru margir í þessu máli. Verkefnið er tröllvaxið og á að kosta 10 milljarða á þremur árum. Engin mælanleg markmið liggja fyrir.“
Eyþór Arnalds
Eyþór Arnalds
Forystufólk Viðreisnar talar oft fyrir frjálsum viðskiptum. Skrifar um það greinar í blöð. Það er því fróðlegt að skoða hvernig Viðreisn vinnur á þeim eina stað sem flokkurinn er við völd: Í Reykjavíkurborg. Þar á bæ reka menn sína eigin malbikunarstöð sem stefnir nú á að gera strandhögg í Hafnarfirði. Borgin kaupir malbik af malbikunarstöðinni Höfða, sem er í eigu borgarinnar sjálfrar. Þá hefur Reykjavíkurborg orðið uppvís að ólögmætum innkaupum þar sem borgin hefur keypt led-ljós af eigin félagi fyrir marga milljarða króna. Fyrr á árinu féll úrskurður um ólögleg kaup borgarinnar á rafmagni af eigin félagi. Og nú er borgin að innvista hugbúnaðarþróun fyrir marga milljarða þvert á nútímahugmyndir um hvað tilheyri rekstri sveitarfélaga. Borgin er að ráða til sín fjölda starfsmanna til að þróa hugbúnað og er því í beinni samkeppni við sprotafyrirtæki um starfsfólk á markaði. Borgarstjórnarmeirihlutinn sem var reistur við af Viðreisn felldi á...