Eftir Birgi Þórarinsson: „Minni baráttu ætla ég að halda áfram innan raða Sjálfstæðisflokksins. Þar er góður málefnalegur samhljómur og þar tel ég að kraftar mínir muni nýtast best.“
Birgir Þórarinsson
Birgir Þórarinsson

Tilefni þessarar greinar er að gera grein fyrir þeirri ákvörðun minni á sviði stjórnmálanna að segja skilið við þingflokk Miðflokksins og ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðunin er þungbær, en hún á sér nokkurn aðdraganda sem hefur leitt til þess að traust milli mín og forystu flokksins er brostið.

Þessi staða rekur rætur sínar allt aftur til hins svokallaða Klausturmáls. Eins og kunnugt er gagnrýndi ég málið opinberlega og viðbrögð þeirra sem í hlut áttu. Ég gat þess jafnframt að ég óskaði engum þess að vera þolandi eða gerandi í máli sem skók þjóðina dögum saman og enn er minnst á í fjölmiðlum. Að baki standa fjölskyldur sem hafa átt erfitt vegna málsins.

Ég gagnrýndi samflokksmenn mína sem í hlut áttu vegna þess að heilindi við eigin samvisku og sú ábyrgð að breyta rétt í þjónustu við kjósendur er fyrsta skylda þingmanna. Eftir gagnrýni mína á Klausturmálið naut ég aldrei fulls trausts innan hópsins og um

...