Eftir Ole Anton Bieltvedt: „Með ólíkindum að við ein smáþjóða álfunnar skulum ekki hafa tekið upp evruna, jafn mikið og við höfum liðið undan óstöðugleika og kostnaði krónunnar.“
Ole Anton Bieltvedt
Ole Anton Bieltvedt

Eftir að hafa dvalið langdvölum í Þýskalandi er ég enn tengdur margvíslegri þjónustu þar. Regulega koma þannig ýmis varnings- og þjónustutilboð inn á borðið hjá mér.

Fyrir nokkru barst mér lánstilboð þar sem ársvextir voru 0,68%. Sem dæmi var tekið að ef mig vantaði 27.000 evrur (4.000.000 kr.) til að endurnýja bíl, innréttingar, hressa upp á sumarbústaðinn eða fara í heimsreisu, þá gæti ég fengið það fé með þessum kjörum.

Lánið gæti t.a.m. verið til 84 mánaða (sjö ára). Heildarendurgreiðsla lánsins yrði þá 27.670,44 evrur.

Þannig kostaði það aðeins 670,44 evrur (100.000 kr.) að nýta sér 27.000 evrur (4.000.000 kr.) yfir þetta árabil.

Ég skoðaði sambærileg tilboð bankanna hér. Bankarnir þrír bjóða allir svipuð kjör.

Ef þýska evrutilboðið yfir 4.000.000 kr. (27.000 evrur) væri sett upp með þessum íslensku kjörum kostaði það 787.000 kr. að vera með 4.000.000...