Rætt um orku Vladimír Pútín á ráðstefnu um orkumál í Moskvu í gær.
Rætt um orku Vladimír Pútín á ráðstefnu um orkumál í Moskvu í gær. — AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að rússnesk stjórnvöld væru reiðubúin að auka útflutning á gasi en Rússar hafa verið sakaðir um að halda að sér höndum varðandi útflutning þótt gasskortur blasi við á meginlandi Evrópu.

„Ef þeir biðja okkur að auka útflutning enn meira erum við reiðubúnir til þess. Við aukum hann eins mikið og félagar okkar biðja um,“ sagði Pútín á orkuráðstefnu í Moskvu í gær. Rússland er einn stærsti framleiðandi heims á olíu og gasi.

Forsetinn sagði einnig að Rússland stefndi að því að verða kolefnishlutlaust fyrir árið 2060 og bætti við að hlutur olíu og kola í orkuframleiðslu myndi minnka. Pútín hefur áður lýst efasemdum um að hlýnun andrúmsloftsins sé af mannavöldum en á síðustu mánuðum hefur hann slegið nokkuð annan tón.

„Jörðin þarf á upplýstum og ábyrgum aðgerðum að halda og allir á markaði, bæði framleiðendur og neytendur, þurfa að horfa til framtíðar í...