Í barna- og barnaverndarlögum er skýrt áréttað að stjórnvöld skuli ávallt beita þeim ráðstöfunum sem ætla megi að séu barni fyrir bestu. Þá er einnig skýrt að vernda beri börn gegn hvers kyns ofbeldi eða vanvirðandi meðferð.

Ég ritaði grein um þetta í byrjun árs 2018 en því miður er staðan enn sú að svo virðist sem stjórnkerfið líti svo á að sum börn njóti ekki verndar samkvæmt barna- og barnaverndarlögum. Þetta er harkaleg fullyrðing en staðan er sú að þegar kemur að því að vernda barn foreldris sem er í deilum við hitt foreldrið hafa barnaverndarnefndir fengið þær leiðbeiningar frá Barnaverndarstofu að ekki skuli hafa afskipti. Þannig getur foreldri sem neitar að skila barni til hins foreldris og neitar jafnvel einnig að skila barni í skóla vikum og mánuðum saman treyst á að barnavernd muni lítið aðhafast vegna málsins. Þetta eru raunveruleg tilvik sem því miður hafa átt sér stað til mikils tjóns fyrir þau börn sem við þetta búa....

Höfundur: Helga Vala Helgadóttir