Eyþór Arnalds
Eyþór Arnalds

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra í ViðskiptaMogganum í gær eru enn ein staðfestingin á alvarlegum afleiðingum þess hve lítið framboð hefur verið á lóðum til íbúðabygginga í borginni, sem hefur bein áhrif á fasteignaverðið, að sögn Eyþórs Arnalds, oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Nú þurfi ekki frekar vitnanna við.

„Það hefur verið deilt um það hvort framboð á lóðum hafi áhrif á fasteignaverð en nú held ég að ekkert sé lengur um það deilt,“ segir Eyþór. Samtök iðnaðarins hafi farið yfir þetta, verkalýðshreyfingin lýst áhyggjum af litlu framboði, fasteignasalar hafa staðfest þetta og svo núna seðlabankastjóri. „Lóðaverð hefur bein áhrif á fasteignirnar en það sem hefur átt sér stað er að borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík tók úr sambandi heilu hverfin sem áttu að byggjast upp. Ég get nefnt Úlfarsárdalinn sem dæmi. Þar átti að vera 20 þúsund manna...