Einstakt bragð Snøfrisk-geitarjómaosturinn kemur í fjórum bragðtegundum.
Einstakt bragð Snøfrisk-geitarjómaosturinn kemur í fjórum bragðtegundum.

Nú er hægt að fá alvöru hágæða rjómaost úr geitamjólk í verslunum hér á landi en norsku Snøfrisk-rjómaostarnir eru nú loksins fáanlegir. Snøfrisk-rjómaostar þykja í sérflokki en þeir eru án allra viðbættra efna og einungis bætt við smá salti til að draga fram náttúruleg bragðgæði geitamjólkurinnar. Rjómaosturinn er gerður úr 80% geitamjólk og 20% kúarjóma og er útkoman einstaklega vel heppnuð enda njóta ostarnir mikilla vinsælda í heimalandinu.

Snøfrisk-rjómaostarnir eiga rætur að rekja til bæjarins Ørsta í Vestur-Noregi en það er rúmlega tíu þúsund manna bæjarfélag þar sem landbúnaður og sjávarútvegur eru aðalatvinnuvegirnir og geitur eru þar stór hluti.

Vinsældir rjómaostsins hafa verið miklar enda er bragðið ólíkt því sem við eigum að venjast. Osturinn passar vel í alla matargerð rétt eins og hefðbundinn kúarjómaostur og er fáanlegur í fjórum bragðtegundum; hreinn, með hvítlauk og...