Vöruflæði Drekkhlaðið gámafley Maersk lætur í haf frá New York.
Vöruflæði Drekkhlaðið gámafley Maersk lætur í haf frá New York. — AFP

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

Joe Biden Bandaríkjaforseti blés í gær til fundar með stjórnendum vöruhafnanna í Los Angeles og Long Beach auk fulltrúa vörusendingafyrirtækja og smásölurisa á borð við FedEx, UPS, Walmart og Target ásamt forkólfum ýmissa stéttarfélaga vörubifreiðastjóra og annarra sem bera ábyrgð á að koma vörum milli staða um gervöll Bandaríkin.

Aukin verslun og færri í vinnu

Tilefnið er bókstaflega að bjarga jólunum, þar sem flöskuhálsar í vöruflutningum og himinháir staflar af óafgreiddum pöntunum stefna þessari mestu innkaupatíð ársins, sem nú fer í hönd, í voða, allt í boði heimsfaraldurs kórónuveiru eins og svo margt annað.

Kemur þetta ástand til af stóraukinni netverslun samhliða miklum fjarvistum fjölda vinnandi fólks vegna faraldursins og samgöngutruflunum, sem vart eiga sér hliðstæðu á friðartímum....