Lindargata Eitt húsanna sem FS hefur byggt í Skuggahverfinu.
Lindargata Eitt húsanna sem FS hefur byggt í Skuggahverfinu. — Morgunblaðið/sisi

Félagsstofnun stúdenta áformar byggingu nýrra húsa í Skuggahverfi í Reykjavík en í hverfinu hefur FS leigt út íbúðir allt frá árinu 2006.

Í þremur nýjum húsum sem Félagsstofnun stúdenta áformar að byggja í Skuggahverfinu verða 24 leigueiningar en ekki 122 eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins sl. laugardag. Heildarfjöldi leigueininga verður 122 að framkvæmdum loknum. Þetta er hér með leiðrétt og beðist velvirðingar á misherminu.

Forhönnun húsanna er lokið, upplýsir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Utanhússklæðningar og litir verða í samræmi við byggðina í kring, þök húsa við Vitastíg hallandi með kvistum eins og þekkist í hverfinu en á húsi við Lindargötu verður þak með torfi. Lóð verður einnig lagfærð og gerð vistleg með útisvæði en engin aðstaða eða gróður er á lóð Skuggagarða í dag, segir Rebekka.

Lindargata 44 verður rifin enda er húsið í slæmu ástandi...