Hjúkrunarheimili Íbúar Seljahlíðar og starfsfólk í þríeykisgöngu.
Hjúkrunarheimili Íbúar Seljahlíðar og starfsfólk í þríeykisgöngu. — Morgunblaðið/Eggert

Guðni Einarsson

gudni@mbl.is

„Það hefur verið leitað eftir því hvort það séu möguleikar á hjúkrunarheimilum hér og þar að taka við fleirum. Það eru mjög misjafnar aðstæður til að gera það,“ sagði Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhíðar í Borgarnesi og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). „Okkar viðbrögð hafa verið að spyrja hvort það sé raunverulegur vilji til að stíga skref aftur á bak. Það hefur náðst verulegur árangur á hjúkrunarheimilunum í að bæta aðbúnað heimilismanna, þökk sé stefnu stjórnvalda. Með því að fjölga tvíbýlum á ný væri verið að stíga skref til baka, að okkar mati, og rýra búsetugæði heimilismanna hjá okkur.“

Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna og fyrrverandi formaður SFV, sagði í aðsendri grein í Morgunblaðinu á þriðjudaginn var að þeim hefði borist fyrirspurn frá stjórnvöldum um hvort hægt væri að fjölga rúmum í...