Landeldi Eldisstöðin í Öxarfirði mun gefa af sér þrjú þúsund tonn af laxi.
Landeldi Eldisstöðin í Öxarfirði mun gefa af sér þrjú þúsund tonn af laxi. — Tölvuteikning/Samherji

Stjórn Samherja fiskeldis hefur ákveðið að stækka landeldisstöð félagsins í Öxarfirði um helming og er stefnt að því að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn af laxi á ári. Áætlaður kostnaður við áformin er einn og hálfur milljarður króna.

Samherji er eigandi lóðarinnar í Öxarfirði þar sem starfsemin fer fram og hefur einnig fest kaup á jörðinni Akurseli. Fyrirhugað er að nýta áburð frá eldisstöðinni til landgræðslu og síðar skógræktar á jörðinni sem hluta af því sem fyrirtækið kallar „hringrásarhagkerfi eldisins“.

Um nokkurt skeið hefur fyrirtækið haft í skoðun möguleika til stækkunar á eldisstöðinni í Öxarfirði og er haft eftir Jóni Kjartani Jónssyni, framkvæmdastjóra Samherja fiskeldis ehf., að framkvæmdir muni hefjast á næstunni en fyrst þurfi að ganga frá skipulagsmálum sem eru á lokastigi.

„Þetta er nokkuð umfangsmikið verkefni. Kerin sem við byggjum verða alls fimm vegna stækkunarinnar,...