Viðtal

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Í næstu viku birtir Creditinfo (CI) lista yfir þau fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði um að teljast framúrskarandi. Byggist úttekt fyrirtækisins á ársreikningum nærri 40 þúsund íslenskra fyrirtækja. Dagný Dögg Franklínsdóttir, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá CI, segir að á síðustu árum hafi um 2% íslenskra fyrirtækja uppfyllt skilyrðin og því sé um mikinn minnihluta fyrirtækja að ræða.

Þessa dagana fara sérfræðingar CI yfir ársreikninga fyrirtækjanna og að sögn dr. Gunnars Gunnarssonar, forstöðumanns greiningar og ráðgjafar hjá fyrirtækinu, bendir flest til þess að fjöldinn á listanum verði svipaður og hin síðustu ár eða einhvers staðar á bilinu 800 til 900.

Hann viðurkennir í samtali á vettvangi Dagmála að hann hafi síðustu tvö ár spáð því að fækkun yrði á listanum, fyrst vegna falls WOW air og þeirra áhrifa...