Borgarnes Kvenfélagskonur af öllu landinu eru væntanlegar þangað.
Borgarnes Kvenfélagskonur af öllu landinu eru væntanlegar þangað. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Umhverfismál og nýting þess sem landið gefur verður í brennidepli á 39. landsþingi Kvenfélagasambands Íslands sem haldið verður í Borgarnesi um helgina. Það sem jörðin gefur er yfirskrift þingsins, en þangað eru konur hvattar til að mæta í bleikum fatnaði. Slíkt tengist bleikum mánuði Krabbameinsfélags Íslands.

Að lokinni þingsetningu í Borgarneskirkju á föstudagskvöld fara þingfulltrúar á Hvanneyri. Þar tekur kvenfélagið 19. júní á móti konum í móttöku í Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytja ávarp. Með Guðna kemur kona hans, Eliza Reid, en einnig flytja konur úr héraði tölur.

Á þinginu munu kvenfélagskonur ræða og ráðgera störf sín og fluttir verða fyrirlestrar um til dæmis handverk og skógarnytjar. Á sunnudaginn verður nýr forseti Kvenfélagasambands Íslands til næstu þriggja ára kjörinn. Alls 195 konur af öllu landinu eru nú skráðar á þing...