Viðtal

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Arnaldur Indriðason hefur í aldarfjórðung haft þann vana að senda frá sér nýja bók hinn 1. nóvember. Hann heldur uppteknum hætti í ár en nú ber svo við að lesendur fá ekki glæpasögu frá meistaranum sjálfum. Að þessu sinni verður enginn Konráð og þaðan af síður Erlendur. Arnaldur slær alveg nýjan tón í skrifum sínum og sendir frá sér sögulega skáldsögu.

Skáldsagan nefnist Sigurverkið og gerist hún á sunnanverðum Vestfjörðum og í Kaupmannahöfn á 18. öld. Henni er lýst sem margslunginni og harmrænni frásögn, „sem lýsir á áhrifaríkan hátt beiskum örlögum alþýðufólks og valdinu sem það er undirselt,“ eins og það er orðað í káputexta bókarinnar.

Í Sigurverkinu segir af íslenskum úrsmið sem situr í höll Danakonungs og gerir upp forna glæsiklukku. „Kvöld eitt rekst...