Viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Ég greindist fyrst í lok febrúar í fyrra,“ segir Rúnar Hrafn Sigmundsson, Húsvíkingur, sem búsettur er í Sandnes í Rogaland-fylki á vesturströnd Noregs og heyr nú skarpa snerru við beinkrabbamein (gr. osteosarcoma) í lyfjameðferð númer tvö á Haukeland-sjúkrahúsinu í Bergen, eða eins og hann lýsti með kraftmiklum stíl Norðlendingsins á Facebook í september: „Ný umferð með lyfjameðferð, náði víst ekki að drepa þennan andskota síðast.“

„Þetta byrjaði nú bara með verkjum í hnjám og einhverjum bólgum,“ segir Rúnar, sem hefur um árabil starfað hjá Atea, leiðandi stórfyrirtæki á sviði hljóð- og myndlausna í tengslum við fjarfundabúnað fyrirtækja og annað á þeim vettvangi, en fyrirtækið starfar í um 80 borgum og bæjum á öllum Norðurlöndunum auk Eystrasaltslandanna. Skiljanlega er hann þó í veikindaleyfi núna.

Rúnar...