Jónas Eggert Hansen, sjóntækjafræðingur í gleraugnaversluninni Eyesland, segir að það færist í vöxt að fólk kaupi sér gleraugu með blágeislavörn. Slík vörn getur verið mjög gagnleg fyrir fólk sem vinnur fyrir framan tölvu og er mikið með skjábirtu í augunum.
Blágeislavörn Jónas Hansen hjá Eyesland segir að það færist í vöxt að fólk festi kaup á sérstökum skjágleraugum.
Blágeislavörn Jónas Hansen hjá Eyesland segir að það færist í vöxt að fólk festi kaup á sérstökum skjágleraugum. — Morgunblaðið/Eggert

Marta María

mm@mbl.is

„Blágeisla er að finna í okkar daglega umhverfi. Þeir eru í dagsljósi og einnig í ljósgjöfum eins og til dæmis led-lýsingu, snjalltækjum, auglýsingaskjám, tölvu- og sjónvarpsskjám. Dagsljósið er okkur nauðsynlegt, þar á meðal bláu geislarnir, en of mikið magn getur haft slæm áhrif á heilsu okkar. Talið er að hver manneskja eyði kringum 11 tímum við ýmis raftæki sem gefa frá sér blágeisla. Mikil notkun getur haft neikvæð áhrif á augnheilsu okkar, svo sem valdið höfuðverk, augnþreytu, þurrki í augum og svefnleysi,“ segir Jónas og bendir á að gleraugu með blágeislavörn og augnvítamín geti stuðlað að meiri vellíðan.

Jónas segir að gleraugu með blágeislavörn geti framkallað mun betri nætursvefn.

„Blágeislavörn í gleraugum stuðlar að betri nætursvefni. Ástæðan er sú að við framleiðum hormón sem heitir melatónín sem hefur áhrif á líkamsklukkuna og segir okkur...