Styrkur Félagið er vettvangur til að efla tengslanet kvenna í sjávarútvegi.
Styrkur Félagið er vettvangur til að efla tengslanet kvenna í sjávarútvegi.

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

Nú stendur yfir söfnun gagna um stöðu kvenna í sjávarútvegi og er ætlunin að kortleggja þá stöðu sem nú ríkir og bera saman við niðurstöður sambærilegrar könnunar árið 2017. Könnunin, sem send hefur verið yfir sex hundruð stjórnendum í fyrirtækjum er tengjast sjávarútvegi, er gerð að frumkvæði Félags kvenna í sjávarútvegi (KIS) í samstarfi við Ástu Dís Óladóttur, dósent hjá Háskóla Íslands, og Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri.

„Við erum að kortleggja stöðu kvenna í sjávarútvegi og kanna hvort störfum kvenna innan greinarinnar sé að fækka eða fjölga. Hvort þau hafi færst til og hvort konum sé að fjölga í stjórnunarstöðum,“ segir Agnes Guðmundsdóttir formaður KIS um könnunina. Hún segir verkefnið lið í að fylgja eftir sambærilegri könnun frá 2017. „Okkur finnst mikilvægt að það séu til töluleg gögn um konur í sjávarútvegi. Þá er líka hægt að sjá frekar...