Viðurkenningar Helgi Máni Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra sjóminjasafna, Hafliði Már Aðalsteinsson, Geir Hólm og Þór Magnússon.
Viðurkenningar Helgi Máni Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra sjóminjasafna, Hafliði Már Aðalsteinsson, Geir Hólm og Þór Magnússon.

Samband íslenskra sjóminjasafna veitti í vikunni þremur mönnum viðurkenningu fyrir farsæl störf á sviði sjó- og strandminja um áratuga skeið. Segir í fréttatilkynningu að þeir Geir Hóm, Hafliði Aðalsteinsson og Þór Magnússon hafi starfað hver á sínu sviði en allir skilað sérlega drjúgu og merku lífsverki.

Geir Hólm varð safnstjóri Sjóminjasafns Austurlands á Eskifirði 1982 og starfaði við safnið til 75 ára aldurs 2008 eða í 26 ár. Hann var meðal annars ötull við söfnun sjóminja á þeim tíma og gerði safnið að einu af merkustu sjóminjasöfnum landsins, segir í fréttinni.

Hafliði Aðalsteinsson hefur verið starfandi tréskipasmiður alla tíð. Hann hefur smíðað nokkurn fjölda báta og einnig og ekki síst unnið að viðgerð og endurgerð eldri báta. Hafliði var stofnfélagi og í forystu fyrir Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum.

Þór Magnússon var þjóðminjavörður á árunum 1968-2000. Eitt af...