Ágúst Ingi Jónsson

aij@mbl.is

Rangárþing ytra hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats nýrrar þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum. Nú er meginþjónustukjarninn undir Laugahrauni en meginþungi þjónustunnar verður færður norður fyrir Námshraun og dagaðstaða norður fyrir Námskvísl. Samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar í febrúar 2018 er framkvæmdin háð mati á umhverfisáhrifum. Landmannalaugar eru innan Friðlandsins að Fjallabaki og eru einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á hálendi Íslands.

Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, segir að ferlið að breytingum á skipulagi í Landmannalaugum hafi tekið 6-7 ár, en nú sjái vonandi fyrir endann á því. Á síðustu árum hafi sveitarfélagið meðal annars staðið fyrir samkeppni um skipulag Landmannalauga og í kjölfarið unnið deiliskipulag sem hafi tekið gildi með fyrirvara um umhverfismat. Nú sé matsáætlun komin til...