Nýbyggingar Nýr Gamli Garður stendur fyrir austan eldri bygginguna, á horni Hringbrautar og Sæmundargötu.
Nýbyggingar Nýr Gamli Garður stendur fyrir austan eldri bygginguna, á horni Hringbrautar og Sæmundargötu. — Morgunblaðið/sisi

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Viðbygging við elsta stúdentagarð háskólastúdenta, Gamla Garð, verður vígð í dag. Það gera Isabel Alejandra Díaz og Björn Bjarnason, núverandi og fyrrverandi forsetar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, en Björn var forseti SHÍ þegar Félagsstofnun stúdenta var stofnuð árið 1968.

Um er að ræða tvær byggingar og þar eru 69 einstaklingsherbergi með sér salernum. Þá eru þar setustofur, samkomusalur og sameiginleg eldhúsaðstaða.

Borgarráð samþykkti í ágúst 2019 deiliskipulag fyrir svæðið byggt á tillögu Andrúms arkitekta. Stúdentaíbúðirnar eru á reit á horni Suðurgötu og Hringbrautar og afmarkast af þeim götum til norðurs og austurs og af Sæmundargötu til suðurs og vesturs. Lóðin er á eignarlandi Háskóla Íslands.

Gamli Garður var byggður árin 1933-34 og nýttur sem stúdentaíbúðir/sumargisting. Hinn þjóðþekkti arkitekt Sigurður...