Einar Rúnar Sigurðsson
Einar Rúnar Sigurðsson

Um 500 myndir bárust í ljósmyndakeppni mbl.is sem haldin var í sumar. Keppnin var ætluð áhugaljósmyndurum og þurftu innsendar myndir að tengjast þemanu „flug“ með einhverjum hætti. Þátttakendum var heimilt að breyta myndum og vinna þær að vild.

Verðlaunin voru glæsileg, fyrir fyrsta og annað sætið var Samsung Galaxy S21+ og verðlaun fyrir þriðja sætið var 100 þúsund króna gjafakort hjá Icelandair. Dómnefnd skipuðu þau Svanhvít Ljósbjörg Gígja, forstöðumaður innri samskipta og þróunar hjá Árvakri, Árni Matthíasson, netstjóri mbl.is, Árni Sæberg ljósmyndari og Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Tæknivörum.

„Ég hef verið að taka myndir allt mitt líf og ætlaði alltaf að verða ljósmyndari þegar ég yrði stór en svo lenti ég í öðru,“ segir Einar Rúnar Sigurðsson, sigurvegari keppninnar.

Sigurmyndin er af lunda að færa unga sínum vænt síli við Ingólfshöfða og er lýsandi fyrir myndir Einars. „Ég...