Stærstu útgerðarfélögin eiga hlut í hundruðum fyrirtækja sem ekki starfa í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í úttekt Stundarinnar, en tilefni hennar er skýrslubeiðni mín frá því fyrir tæpu ári þar sem ég óskaði eftir skýrslu frá sjávarútvegsráðherra um eignarhald 20 stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi. Tæpur þriðjungur þingheims stóð með mér að skýrslubeiðninni sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í þingsal.

Það dugði þó ekki til. Átta mánuðum síðar skilaði sjávarútvegsráðherra skýrslu sem var hvorki fugl né fiskur. Eingöngu voru birtar upplýsingar um hversu mikið útgerðirnar eiga í óskyldum rekstri en ekki hvar fjárfestingarnar liggja. Ráðherra bar fyrir sig persónuverndarlög en Persónuvernd hafnaði því með öllu.

Skýrsludrögum breytt

Skýrslan var birt í ágústlok. Kvöldið fyrir þingkosningar mánuði síðar birti RÚV frétt um að listar yfir...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson