Eftir Ragnhildi Öldu M. Vilhjálmsdóttur: „Tillaga um nýtt neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur verður flutt aftur. Nú reynir á meirihluta borgarstjórnar að samþykkja tillöguna.“
Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir
Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir

Hinn 19. október gerðum við sjálfstæðismenn í borgarstjórn heiðarlega tilraun til að flytja tillögu um að Reykjavíkurborg setti á fót nýtt neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í virkri fíkn. Fyrirmynd þessa athvarfs á að vera neyðarathvarfið sem var opnað tímabundið í Skipholti vegna Covid-19, en það var opið allan sólarhringinn og með sérherbergjum og baðherbergjum fyrir konurnar sem þangað leituðu. Skipholtsúrræðið líktist því frekar stúdentagörðum en hefðbundnu neyðarskýli en þar var einnig starfsfólk á vakt allan sólarhringinn konunum til stuðnings. Þetta fyrirkomulag virtist skipta sköpum fyrir konurnar að mati starfsfólks og þeirra sjálfra. Á elleftu stundu kom allt fyrir ekki því tillagan var tekin af dagskrá og frestað af meirihlutanum þrátt fyrir mikil mótmæli af okkar hálfu. Í dag, þriðjudaginn 16. nóvember, ætlum við að reyna aftur.

Hvort skiptir meira máli, pólitíkin eða málefnin?

Fyrir...