Eftir Ólaf F. Magnússon: „Engin rök eru fyrir því hjá Degi að ég hafi verið lítilsigldur og hégómagjarn stjórnmálamaður.“
Ólafur F. Magnússon
Ólafur F. Magnússon

Óhætt er að segja að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fjalli með niðrandi hætti um mig í nýrri bók sinni, sem ber nafnið „Nýja Reykjavík“.

Á bls. 74 segir: „Ólafur F. bar aldrei sitt barr eftir þessi ósköp. Hann bauð sig fram aftur og fékk einungis 274 atkvæði, minna en hálft prósent, í kosningunum 2010. Þannig var dómur kjósenda.“ Hér ruglar Dagur saman fylgi óháðs framboðs míns, sem hlaut 668 atkvæði og 1,1% fylgi, og fylgi Helgu Þórðardóttur, sem leiddi Frjálslynda flokkinn. Lítið fylgi mitt var viðbúið eftir harkalegt einelti vinstrimanna á hendur mér, þar sem Dagur B. kom mjög við sögu. Dagur var sannarlega þátttakandi í eineltinu gegn mér um langt árabil. Dagur stóð auk þess að lögsókn gegn mér árið 2012 þar sem ég var að tilefnislausu sakaður um fjárdrátt. Við það lagðist ég í alvarlegt þunglyndi, allt árið 2012 og fram til vorsins 2013.

Gífuryrði Dags

Að...