Mér finnst líklegast að einhver hafi hallað sér aftur í stólnum og hugsað: Hvenær sá ég eiginlega Stellu í orlofi síðast? Eða Skilaboð til Söndru. Var ekki Bubbi Morthens í henni? Það væri nú gaman að sjá hana aftur.

Stundum er sagt að það eigi ekki að laga það sem ekki er bilað. Og stundum er líka sagt að það sé óþarfi að fá einhvern til að vinna verk sem þegar er unnið. Og svo var okkur kennt að henda ekki peningum.

Mér finnst þetta allt vera pæling þegar ég les í fréttum um fjárlagafrumvarp að ríkið ætli að opna sína eigin streymisveitu í gegnum Kvikmyndasjóð Íslands. Nú ætla ég ekki að vera leiðinlegur en þetta hljómar eins og hér séu hugmyndir ekki hugsaðar til enda.

Mér finnst líklegast að einhver hafi hallað sér aftur í stólnum og hugsað: Hvenær sá ég eiginlega Stellu í orlofi síðast? Eða Skilaboð til Söndru? Var ekki Bubbi Morthens í henni? Það væri nú gaman að sjá hana aftur.

Þetta er svo sem ekkert galin pæling. Við eigum býsna merkilega kvikmyndagerðarsögu, þótt hún sé ekki löng. Vissulega gæti verið gaman að sjá mikið af gamla efninu sem hefur verið framleitt. Það

...