Enn einn hnullungur var lagður að þéttum varnargarði ríkisstjórnarinnar um sérhagsmuni stórútgerðarinnar þegar Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra skilaði auðu við spurningum mínum um skýrslu sem forveri hennar í starfi, Kristján Þór Júlíusson,...

Enn einn hnullungur var lagður að þéttum varnargarði ríkisstjórnarinnar um sérhagsmuni stórútgerðarinnar þegar Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra skilaði auðu við spurningum mínum um skýrslu sem forveri hennar í starfi, Kristján Þór Júlíusson, lét vinna. Þar með fer að verða útséð um að ríkisstjórn Íslands ætli sér að upplýsa um þau ítök sem stórútgerðin hefur í íslensku samfélagi í skjóli pólitískra ákvarðana.

Fyrir rúmu ári hafði ég frumkvæði að því að Alþingi fæli sjávarútvegsráðherra að vinna skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi utan sjávarútvegs. Markmiðið var að veita almenningi mikilvægar upplýsingar um ítök stórútgerða í íslensku samfélagi í krafti nýtingar þeirra á fiskveiðiauðlindinni. Nýtingar sem ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar berst með kjafti og klóm gegn að verði tímabundin, þvert á vilja yfirgnæfandi meirihluta almennings. Hvað þá að markaðurinn fái að

...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson