Novak Djokovic
Novak Djokovic

Óvissa ríkti í gær um þátttöku serbnesku tennisstjörnunnar Novaks Djokovic á opna ástralska mótinu í Melbourne, sem hefst á mánudaginn, eftir að ríkisstjórn landsins ógilti landvistarleyfi hans. Ákvörðuninni hefur verið vísað til dómara og er úrskurðar að vænta mjög fljótlega.

Þegar Djokovic kom til landsins í síðustu viku var honum tilkynnt að hann gæti ekki haldið ferðinni áfram þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði stjórnvalda um bólusetningu við kórónuveirunni. Djokovic flaggaði hins vegar jákvæðu PCR-prófi frá því í desember og sagðist vera laus við veiruna og fékk stuðning dómara við það sjónarmið sem ríkisstjórnin hefur nú ógilt og segir að enginn mannamunur verði gerður hvað sóttvarnareglur áhrærir.