— Ljósmynd/Szilvia Micheller

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hóf Evrópumótið á besta mögulega hátt í gærkvöld þegar það sigraði Portúgal á sannfærandi hátt, 28:24, í Búdapest. Þar með eru möguleikarnir á að komast áfram úr riðlakeppninni strax orðnir góðir en Ísland mætir Hollandi annað kvöld. Íslensku leikmennirnir þökkuðu um fimm hundruð Íslendingum í stúkunni fyrir dyggan stuðning að leik loknum. 40-41