Flóttafólk kemur til Bretlands.
Flóttafólk kemur til Bretlands.

Einn drukknaði en þrjátíu var bjargað þegar bátur með flóttafólk innanborðs fékk á sig brotsjó í Ermarsundi, skammt undan strönd Frakklands í gær. Fólkið var að reyna að komast til Bretlands að því er frönsk stjórnvöld segja. Hinn látni var um tvítugt með súdanskt ríkisfang.

Á síðasta ári komust um 28 þúsund flóttamenn Ermarsundsleiðina til Bretlands og hafa aldrei verið fleiri. Mikil spenna ríkir í samskiptum Breta við Frakka af þessum sökum. Seint í nóvember drukknuðu 27 flóttamenn við tilraun til að komast yfir Ermarsundið til Bretlands. Glæpagengi í Frakklandi aðstoða flóttafólkið og taka háar greiðslur fyrir það.