— Morgunblaðið/Eggert

Þessi tignarlega álft beið fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur í gær og heilsaði þar gestum og gangandi sem lögðu leið sína í húsið, sem og þeim sem áttu bara leið hjá.

Lífið gekk enda sinn vanagang við Tjörnina þar sem álftir og endur synda flesta daga í mestu makindum og kynna sér mannlífið í miðborginni.