Stjórnarskráin var gölluð áður en fyrrverandi forseti Ólafur Ragnar skemmdi hana en gallarnir urðu að veruleika þegar fyrrverandi forseti lét á þá reyna. Hvað er ég að tala um? Það eru þau tvö ákvæði sem fyrrverandi forseti lét á reyna. Fyrst með því að hafna að skrifa undir lög og svo þegar hann hafnaði þingrofsbeiðni þáverandi forsætisráðherra. Hér þurfum við aðeins að láta liggja á milli hluta hvað okkur finnst um þessar ákvarðanir fyrrverandi forseta.

Til þess að átta sig á því af hverju þessar ákvarðanir fyrrverandi forseta skemmdu stjórnarskrána þá þarf smá samhengi. Við þurfum að átta okkur á því hvernig er farið með opinbert vald á Íslandi. Á Íslandi er þingbundið lýðræði, sem þýðir að þingið setur lög og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra laga. Framkvæmdavaldið, sem ríkisstjórnin fer með, verður svo að fara eftir lögum. Ef ráðherra ætlar að hreyfa svo mikið sem litla putta verður að vera heimild fyrir því í lögum á...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson