Öll þekkjum við til fólks sem hefur mátt þola ofbeldi; líkamlegt, andlegt, kynferðislegt. Viðurkenning á alvarlegum afleiðingum kynferðisbrota fer vonandi vaxandi og langlundargeð gagnvart þeim minnkandi eftir því sem fleiri hugrakkir þolendur stíga fram , eins og sagt er. Það orðalag minnir á að í norsku og sænsku heita framfarir einmitt framsteg . Við megum líta svo á að þegar einhver stígur fram séu þar stigin framfaraskref .

Orðið glæpur er skylt því að glepja einhvern, þ.e. villa um fyrir einhverjum, og einnig er það skylt því að vera afglapi . Orðið glæpur er nátengt orðinu glópur . Samband æ og ó í slíkum...

Höfundur: Ari Páll Kristinsson ari.pall.kristinsson@arnastofnun.is