Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Ekkert tilboð barst í vegabætur á Vatnsnesi, en tilboðsfrestur rann út hjá Vegagerðinni í vikunni. Mjög hefur verið kallað eftir vegabótum á Vatnsnesi undanfarin ár.

Um var að ræða byggingu 17 metra langrar brúar yfir Vesturhópshólaá á Vatnsnesvegi, nýbyggingu vegar á um 1,0 kílómetra kafla og endurbyggingu á um 1,2 km löngum kafla milli Vesturhópshóla og Þorfinnsstaða. Einnig var innifalið í verkinu bygging heimreiða og tenginga. Verkinu átti að vera fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 2022.

Það er verið að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.

Einn möguleiki er að brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar smíði brúna og að sjálf vegagerðin verði boðin út sérstaklega. „Svo virðist sem verktakar sem gætu tekið að sér brúarsmíðina sjálfa séu afar verkefnahlaðnir á þessu svæði,“ segir

...