Veronika Steinunn Magnúsdóttir

Stefán Gunnar Sveinsson

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur áhyggjur af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu, þar sem spennan hefur stigmagnast undanfarna daga.

„Í raun því miður þá verð ég ekki bjartsýnni þegar dagarnir líða,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum mjög þungar áhyggjur af því hvert þetta stefnir og við leggjum mjög upp úr því og vonumst til þess að hægt sé að ná friðsamlegri lausn og að dregið sé úr þessum miklu umsvifum og framferði Rússa í og við Úkraínu.“ Þórdís Kolbrún segir tóninn hafa þyngst í ráðamönnum eftir því sem dagarnir líða en á nýlega hafa farið fram varnarmálaráðherrafundir Nató ásamt öryggisráðstefnunni í München sem lauk í gær.

„Ógnin felst auðvitað í því að þetta hefur breytt stöðu friðar- og öryggismála í álfunni og það er meiri háttar alvarlegt mál fyrir Evrópu og Norður-Ameríku. Og maður

...