
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hæstaréttarlögmaðurinn Hróbjartur Jónatansson hefur sent frá sér plötuna In this Moment og verður hún aðgengileg á helstu streymisveitum á næstu dögum. Lög og textar á ensku eru eftir Hróa, sem er listamannsnafn tónlistarmannsins. Hann syngur öll sjö lögin og nýtur aðstoðar valinkunnra söngvara og hljóðfæraleikara, en Pétur Hjaltested í Hljóðsmiðjunni tók lögin upp og útsetti þau. „Þetta er kántrískotin popptónlist,“ segir útgefandinn, en Gulli Maggi sá um hönnun og gerð umslags.
Unnur Birna, Jóhann Helgason, Stefanía Svavarsdóttir, Margrét Eir og Pétur Hjaltested syngja bakraddir með Hróbjarti. Vignir Snær Vigfússon leikur á gítar í öllum lögunum og margir aðrir koma við sögu eins og til dæmis Gunnlaugur Briem og Pálmi Gunnarsson, en upptökur fóru fram á undanförnum tveimur árum. Platan var nokkuð lengi í vinnslu. „Það er ekki hrist fram úr erminni
...