Eftir Geir Waage: „Viðbrögð Rússa voru skýr: Pútín kallaði þessa aðgerð NATO beina ögrun við öryggi Rússlands.“
Geir Waage
Geir Waage

Rússar viðurkenndu sjálfstjórn Luhansk og Donetsk í byrjun þessa árs. Árið 1999 stóðu Serbar í sporum Úkraínumanna, þegar Albanir í Kósóvó-hjeraði lýstu yfir sjálfstæði. Serbnesk stjórnvöld brugðust við til að varðveita einingu ríkisins. Af hlutust hrottaleg átök og morðvíg. Þrátt fyrir fátkennd afskipti Evrópusambandsins lauk þeim ekki fyrr en Bandaríkin beittu sjer fyrir hernaðaríhlutun NATO. Samkvæmt þágildandi samþykktum bandalagsins var aðgerðin ekki heimil. Fram að þessu hafði bandalagið verið varnarbandalag vestrænna þjóða, en breyttist nú í hreinræktað hernaðarbandalag. Að loknum kosningum í Kósóvó í boði bandalagsins varð hjeraðið sjálfstætt ríki.

Síðan hefur NATO verið beitt til árása á Afganistan og Líbíu og „hin viljugu“ ríki herjað í Írak, allt löndum utan Evrópu. BNA og NATO hafa borið hróður Vesturveldanna á vettvangi þjóðanna í afkastamikilli eyðileggingu þessara landa og tæknivæddum morðvígum sem raunar tekur fram framferði Rússa

...