Þórdís Filippusdóttir fæddist 7. maí 1917 í Reykjavík og ólst upp á Bráðræðisholtinu þar sem hún bjó lengst af. Á barnaskólaárunum var hún í Miðbæjarskólanum og síðar í Kvennaskólanum.

Tólf ára gömul vann Þórdís í fiski á sumrum eins og kallað var og síðar við verslunarstörf sem varð hennar ævistarf að mestu. Í fjörutíu ár starfaði hún í Efnalauginni Björg sem var á Sólvallagötu og seinna í útibúi frá efnalauginni í Barmahlíð 6. Ásamt þessu annaðist hún foreldra sína og ól upp son sinn Filip.

Dísa í Björg eins og hún var alltaf kölluð var vel þekkt í Hlíðunum þar sem góð kynni urðu með henni og mörgum Hlíðabúum, allt frá ungum blaðberum sem áttu samastað hjá henni og til unglinga sem áttu hana sem trúnaðarvin á alls konar máta. Það var alltaf heitt á könnunni hjá Dísu og glæný vínarbrauð fyrir blaðberana.

Rúmlega sjötug lét Þórdís af störfum og hefur notið góðrar heilsu að mestu, hún sigraðist til dæmis á covid

...