Eftir Böðvar Jónsson og Reyni Eyjólfsson: „Aðferðir hefðbundinnar læknisfræði við lækningu krabbameina hafa nánast engum framförum skilað sl. áratug. Því er mikil þörf á að nýrra leiða sé leitað.“
Böðvar Jónsson
Böðvar Jónsson

Mörg ný krabbameinslyf hafa komið fram á síðari árum en samt gengur baráttan gegn þessum faraldri illa. Reiknað er með að 609,4 þúsund manns muni deyja úr krabbameini í Bandaríkjunum á þessu ári (2022), sem er 5,0% aukning frá 2013. Á sama tíma fjölgaði Bandaríkjamönnum um 5,4% þannig að dauðsföllin af völdum þessara meina hafa nánast staðið í stað undanfarinn áratug.

Almennt er talið að krabbamein séu frumukjarnaerfðasjúkdómar (nuclear genetic diseases), þ.e. að þau stafi af breytingum á genum, sem stjórna því hvernig frumurnar í okkur starfa, einkum hvernig þær vaxa og skipta sér.

Thomas Seyfried, lífefnafræðingur og prófessor í líffræði við Boston College í Bandaríkjunum, telur á hinn bóginn að krabbamein séu hvatberaefnaskiptasjúkdómar (mitochondrial metabolic diseases). Grunnkenningin er sú, að krabbameinsfrumur séu sykurleysandi (glycolytic), þ.e. að þær noti meiri glúkósa (blóðsykur) en heilbrigðar frumur.

...