Eftir Hauk Viðar Alfreðsson: „Hvernig má það vera að söluþóknun til fasteignasala á hverja selda eign sé jöfn útgreiddum mánaðarlaunum forstjóra?“
Haukur Viðar Alfreðsson
Haukur Viðar Alfreðsson

Fasteignaverð hefur hækkað gífurlega á seinustu árum og er því skiljanlega mikið í umræðunni. Ég hef þó ekki séð neina umfjöllun um söluþóknanir fasteignasala sem einhverra hluta vegna hækka með fasteignaverði án þess að vinnuframlag fasteignasala aukist. Þannig kostar skyndilega mun meira að selja sama húsnæði árið 2022 heldur en það gerði 2019, hækkun sem er langt umfram verðbólgu og almenna launaþróun. Rýnum aðeins í tölurnar það sem af er ári:

• Meðal söluþóknun fasteignasala er um 2,2% í einkasölu en 2,7% í almennri sölu. Við það bætast föst gjöld sem seljendur og kaupendur þurfa að greiða fasteignasalanum, samtals að meðaltali 136.500kr. 1 ) 2 ) .

• Meðalkaupverð á eign í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu var 63,6 m.kr. og meðalstærð 97m 2 . Meðalkaupverð á sérbýli

...