Í vikunni lagði ég tillögur fyrir ríkisstjórn sem miða að því að efla fæðuöryggi á Íslandi. Hugtakið hefur hlotið meiri þunga síðustu mánuði vegna stríðsreksturs á mikilvægum landbúnaðarsvæðum í Úkraínu. Sú heimsmynd sem var fyrir hálfu ári, um hnökralaust framboð á ódýrri kornvöru, er fyrir bí í fyrirsjáanlegri framtíð. Þessi breyting hefur þegar skapað erfiðar aðstæður fyrir búfjárrækt hérlendis sem og erlendis þar sem hún byggist á þessu stöðuga framboði. En það voru þegar blikur á lofti til lengri tíma vegna áhrifa loftslagsbreytinga á ræktunarskilyrði víða um heim. Þurrkar drógu úr uppskeru í Kanada á síðasta ári, ógnarhiti gerir það í dag suður á Indlandi og svona mætti lengi telja. Allt er þetta í takti við það sem vísindamenn á sviði loftslagsmála hafa sagt árum saman, að með auknum styrk koldíoxíðs í andrúmslofti gerist veður enn vályndari.

Við uppskerum eins og við sáum

Tillögurnar sem ég...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir