
Við opinber skipti til fjárslita milli hjóna eða sambúðaraðila skipar héraðsdómur skiptastjóra hvers hlutverk er að afla upplýsinga um allar eignir og skuldbindingar aðila á viðmiðunardegi skipta og taka ákvörðun um ráðstöfun þeirra í samræmi við skilyrði laga. Skiptastjóri hefur fortakslausa skyldu til að tryggja að upplýst sé um allar eignir aðila við opinber skipti. Í 1. mgr. 52. gr. er því mælt fyrir um að þeim sem hafi eignir bús í umráðum sínum sé skylt að veita skiptastjóra upplýsingar um þær. Hér á landi er upplýsingaöflun skiptastjóra um eignir almennt auðfengin en erfðara kann að vera um vik varðandi eignir erlendis, einkum í þeim tilvikum þegar sá sem upplýsingarnar hefur sýnir ekki viðleitni til veitingar þeirra. Skiptastjóri kann við slíkar aðstæður að þurfa að áætla í frumvarpi sínu um verðmæti viðkomandi eignar en gæta þarf að því að slík áætlun styðjist við forsvaranleg gögn og röksemdir.
Komi upp ágreiningur við opinber skipti er unnt
...